Torfunes

Valmynd

Loka

Þór frá Torfunesi

Þór frá Torfunesi IS2013166214 undan heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi og Kolskeggi frá Kjarnholtum I var fyrir með byggingareinkunnina 8.43 og fór í 8.36 fyrir hæfileika í gær og þar með fékk aðaleinkunnina 8.39 en hann fékk meðal annars 9 fyrir vilja og geðslag.
Þór er einstaklega fallegur og geðgóður hestur sem gaman verður að halda áfram að fylgjast með í framtíðinni.
Knapi á Þór var Gísli Gíslason.