Torfunes

Valmynd

Loka

Um Torfunes

Ræktunarbúið Torfunes
Torfunesi, 641 Húsavík
86-39222
torfunes@gmail.com

Í Torfunesi hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 1978 og hafa þaðan komið mörg hátt dæmd kynbótahross sem og öflug keppnishross.

Stofnhryssa búsins er hún Toppa frá Rangá IS1962266245 og eru öll hrossin sem fram koma í sýningunni útaf henni.

Torfunes hefur átt hross sem farið hafa á heimsmeistaramót eins og til dæmis Pjakkur frá Torfunesi, Tenór frá Torfunesi,Húni frá Torfunesi, Máttur frá Torfunesi og einnig Grani frá Torfunesi sem vann 5.vetra flokk stóðhesta á heimsmeistaramótinu árið 2017.

Einnig átti Torfunesbúið hæstu 4.vetra hryssuna á landsmótinu 2016, Stefnu frá Torfunesi, og sama ár fóru 3 hryssur í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, þar á meðal Röst frá Torfunesi sem var hæst.

Aðalmarkmið ræktunarinnar er að rækta geðgóð, fagurlega sköpuð og fjölhæf alhliða hross sem henta öllum unnendum íslenska hestsins.

Á síðasta ári var Torfunes eitt af tíu búum sem tilnefnd voru til ræktunarbú ársins á landsvísu en búið hefur verið tilnefnt nokkrum sinnum og endaði það í 3.sæti í fyrra.

Torfunes hefur verið valið ræktunarbú ársins innan HEÞ nokkrum sinnum og hefur fengið þann titil nokkrum sinnum.