Torfunes

Valmynd

Loka

Blær frá Torfunesi

Blær frá Torfunesi

Blær frá Torfunesi er undan heiðursverðlaunahryssunni henni Bylgju frá Torfunesi og úrvals stóðhestinum Markúsi frá Langsholtsparti. Blær hefur hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi og hefur hann sannað sig í gegnum árin sem úrvals ræktunarhestur og hefur meðal annars verið að gefa mjög góð reiðhross. Blær hefur átt farsælan feril þar sem hann var fyrst sýndur í kynbótadóm og er hans hæsti dómur að hann með 8.55 í aðaleinkunn, þar af með 8.17 fyrir sköpulag og 8.80 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið 9.5 fyrir brokk en hann er úrvalsbrokkari og 9 fyrir fótagerð, vilja og geðslag og einnig skeið þar sem hann er einnig með úrvals skeið. Eftir að hafa verið sýndur í kynbótadóm var farið með Blær í nokkrar keppnir hann meðal annars stóð efstur í A-flokk á fjórðungsmóti Austurlands árið 2007.
Blær er frábær hestur sem er stór partur af Torfunesfjölskyldunni og eyðir núna dögum sínum heima í Torfunesi að sinna merum á sumrin og ýmsum skemmtilegum verkefnum á veturna.