Torfunes

Valmynd

Loka

Um Torfunes

Ræktunarbúið Torfunes
Torfunesi, 641 Húsavík
86-39222
torfunes@gmail.com

Í Torfunesi hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 1978 og hafa þaðan komið mörg hátt dæmd kynbótahross sem og öflug keppnishross. Baldvin Kristinn Baldvinsson ásamt fjölskyldu sinni stundar hrossatæktina í Torfunesi sem er staðsett í Köldu-Kinn í Þingeyjarsýslunni.

Stofnhryssa búsins er hún Toppa frá Rangá IS1962266245 og eru öll hrossin út frá henni

Torfunes hefur átt hross sem farið hafa á heimsmeistaramót en það eru þeir Pjakkur frá Torfunesi, Tenór frá Torfunesi, Húni frá Torfunesi, Máttur frá Torfunesi og einnig Grani frá Torfunesi sem vann 5.vetra flokk stóðhesta á heimsmeistaramótinu árið 2017.

Torfunesbúið átti hæst dæmdu 4.vetra hryssuna á landsmótinu sem haldið var á Hólum í Hjaltadal árið 2016, hana Stefnu frá Torfunesi. Sama ár fóru þrjár hryssur í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, þær Röst frá Torfunesi, Bylgja frá Torfunesi og Elding frá Torfunesi. Röst stóð uppi hæst af þeim hryssum sem fóru í heiðursverðlaun.

Aðalmarkmið ræktunarinnar er að rækta geðgóð, fagurlega sköpuð og fjölhæf alhliða hross sem henta öllum unnendum íslenska hestsins.

Torfunes nokkuð oft verið tilnefnt til ræktunarbús ársins á landsvísu og hefur búið náð þeim árangri að vera nokkrum sinnum í efstu sætunum, eins og árið 2016 var Torfunes í 3.sæti af þeim búum sem tilnefnd voru.

Torfunes hefur nokkrum sinnum verið valið ræktunarbú ársins innan HEÞ.