Torfunes

Valmynd

Loka

Þór frá Torfunesi

Þór frá Torfunesi

Þór er undan heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi og stóðhestinum Kolskegg frá Kjarnholtum I. Þór er einstaklega fallegur og geðgóður stóðhestur sem hefur farið í góðan kynbótadóm. Hann er með 8.80 í aðaleinkunn, þar af 8.76 fyrir sköpulag og 8.83 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið 9.5 fyrir meðal annars skeið, samstarfsvilja og samræmi. Hann hefur síðan hlotið 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, höfuð, háls-herðar og bóga, bak og lend og fegurð í reið.
Þór er að gefa mjög falleg og efnileg afkvæmi sem verður gaman að fylgjast með þróast næstu árin. Knapi á Þór hefur verið Gísli Gíslason.