Þór frá Torfunesi
Þór er undan heiðursverðlaunahryssunni Bylgju frá Torfunesi og stóðhestinum Kolskegg frá Kjarnholtum I. Þór er einstaklega fallegur og geðgóður stóðhestur sem hefur farið í góðan kynbótadóm. Hann er með 8.80 í aðaleinkunn, þar af 8.76 fyrir sköpulag og 8.83 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið 9.5 fyrir meðal annars skeið, samstarfsvilja og samræmi. Hann hefur síðan hlotið 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, höfuð, háls-herðar og bóga, bak og lend og fegurð í reið.
Þór er að gefa mjög falleg og efnileg afkvæmi sem verður gaman að fylgjast með þróast næstu árin. Knapi á Þór hefur verið Gísli Gíslason.